Rússar rufu finnska lofthelgi

Norsk F-16 þota fylgir rússneskri Tu-95 sprengjuvél í júlí.
Norsk F-16 þota fylgir rússneskri Tu-95 sprengjuvél í júlí. Reuters

Finnska varnarmálaráðuneytið rannsakar hvernig á því stóð, að rússnesk herflugvél rauf finnska lofthelgi í dag. Flugvélin fór um það bil hálfan kílómetra inn fyrir finnska lofthelgi við Porvoo austur af Helsinki.

Finnski flugherinn sendi strax flugvél á loft til að bera kennsl á flugvélina og landamæraeftirlit landsins hóf þegar að rannsaka atvikuð.

Jyri Häkämies, varnarmálaráðherra Finnlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem enn er óljóst hvers vegna rússneska flugvélin fór inn í lofthelgi Finnlands.

Alþjóðlegt flugsvæði er yfir Finnska flóa á svæðinu milli Finnlands, Eistlands og Rússlands.

Á aðfangadag fóru rússneskar sprengjuflugvélar inn á öryggissvæði innan loftrýmis Dana en þær rufu ekki lofthelgi landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert