Tígrisdýr varð manni að bana

Síberíutígrisdýr slapp úr búri sínu í dýragarðinum í San Francisco í gærkvöldi og varð einum manni að bana og slasaði tvö aðra alvarlega áður en lögregla banaði dýrinu. Á síðasta ári teygði sama tígrisdýr loppuna út um rimla á búri sínu og veitti starfsmann dýragarðsins alvarlega áverka á handlegg.

Ekki er vitað hvernig dýrið, sem var kvendýr og nefndist Tatiana, slapp út úr búrinu. Mennirnir sem tígrisdýrið réðist á eru allir á þrítugsaldri og ekki starfsmenn dýragarðsins. Dýragarðurinn var rýmdur strax og fréttist af árás dýrsins.  

Mennirnir tveir, sem lifðu árásina af eru á sjúkrahúsi í borginni alvarlega slasaðir en ekki taldir í lífshættu.

Gestur í dýragarðinum horfir á Tatiönu, tígrisdýrið sem slapp úr …
Gestur í dýragarðinum horfir á Tatiönu, tígrisdýrið sem slapp úr búri sínu í gærkvöldi. AP
Starfsmenn dýragarðsins utan við hlið hans í gærkvöldi.
Starfsmenn dýragarðsins utan við hlið hans í gærkvöldi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert