Árásin á Bhutto sögð svipuð aðferðum al-Qaeda

Íbúar Pakistans eru harmi slegnir vegna atburðarins.
Íbúar Pakistans eru harmi slegnir vegna atburðarins. Reuters

Talsmaður Hvíta hússins segir að sjálfsmorðssprengjuárásin í Pakistan í dag svipi mjög til þeirra aðferða sem al-Qaeda hryðjuverkasamtökin beiti. Hann neitaði hinsvegar að tjá sig um það hver bæri ábyrgð á dauða Benazir Bhutto.

„Hver sá sem framdi þetta ódæðisverk er óvinur lýðræðisins og beitti aðferð sem al-Qaeda þekkja vel, en það er sjálfsvígssprengjuárás og að bana saklausum borgurum í þeim tilgangi að hindra framgang lýðræðisins,“ sagði Scott Stanzel talsmaður Hvíta hússins.

Hann bætti því við að það væri of snemmt að tjá sig nokkuð um það hver beri ábyrgð á árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert