Tígrisdýri hugsanlega sleppt lausu

Lögregla í San Francisco hefur hafið glæparannsókn á því að tígrisdýr slapp úr búri sínu í dýragarði borgarinnar í fyrrakvöld, réðist á þrjá dýragarðsgesti og varð einum þeirra að bana.

Sagði lögreglustjóri borgarinnar að litið yrði á dýragarðinn sem glæpavettvang þar til niðurstaða úr rannsókninni fengist.

Lögregla skaut tígrisdýrið
   Tatiönu, sem var 136 kílóa þungt Síberíutígrisdýr, eftir að dýrið réðist á þrjá karlmenn í fyrrakvöld. Einn mannanna, 17 ára piltur, lét lífið og hinir tveir slösuðust alvarlega.

Engar skýringar hafa fengist á því hvernig Tatiana slapp úr sýningarbúri sínu  en um er að ræða einskonar helli þar sem 5,5 metra breitt og 6,1 metra djúpt sýki skilur dýrin og dýragarðsgesti að auk yfir 6 metra hás veggjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert