Það var Gulbrand Lunde, ríkisráð, sem afhjúpaði bautasteininn þann 23. september 1941 á 700. árstíð Snorra. Norska fréttastofan NTB segir, að steinninn hafi verið tekinn niður 1945 og síðan hafi ekkert til hans spurst.
„Var átta metra hátt minnismerki malað mélinu smærra. Var granítið notað til húsbygginga eða sem uppfylling í grunn á Óslóarsvæðinu? Eða var steininum sökkt í Óslóarfjörðinn?" spyr NTB.
Fréttastofan segist hafa komið að tómum kofunum hjá sagnfræðingum og stofnunum, sem spurð voru um minnismerkið.
Mörg þeirra minnismerkja, sem reist voru á tímum Quisling-stjórnarinnar voru tekin niður eftir að Noregur var frelsaður úr höndum Þjóðverja.