Pakistönsk sjónvarpsstöð segir, að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi lýst yfir ábyrgð á morðinu á Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans. Stjórnvöld í Pakistans segjast ekki hafa fengið neinar slíkar upplýsingar. Bhutto verður greftruð í heimabæ sínum í suðurhluta Pakistans síðar í dag.
Eiginmaður Bhutto og þrjú börn þeirra fylgdu kistu hennar þegar hún kom til Naudero í gærkvöldi með þyrlu. Verður Bhutto greftruð við hlið föður síns. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst í landinu.
Að minnsta kosti 10 manns létu lífið í óeirðum víðsvegar um Pakistan í gærkvöldi. Víða var kveikt í byggingum og bílum og fólk kom saman og hrópaði slagorð gegn Pervez Musharraf, forseta landsins, og sakaði hann um morðið.