Bhutto lögð til hinstu hvílu

Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafhýsi í þorpinu Ghari Khuda Baksh í suðurhluta Pakistans í dag. Hundruð þúsunda manna eru við grafhýsið. Grætur fólkið og hrópar slagorð gegn Pervez Musharraf, forseta landsins, og öðrum pólitískum andstæðingum Bhutto.

Stuðningsmenn Bhutto komu að grafhýsinu á dráttarvélum, rútum og fólksbílum og er bilunum lagt á moldarflagi umhverfis grafhýsið, sem er risastórt. Kista Bhuttos var flutt að grafhýsinu í hvítum sjúkrabíl og á leiðinni var ekið fram hjá járnbrautarlest, sem kveikt var í kvöldið áður. Eldur logaði enn í lestinni.

Zulfiqar Ali Bhutto, faðir Bhutto, sem tekinn var af lífi árið 1979, hvílir einnig í grafhýsinu. Þáverandi ríkisstjórn undir forustu Zia ul-Haq, hershöfðingja, sakaði Bhutto um að hafa skipulagt morð á pólitískum andstæðingi. 

Mikið uppnám ríkir í Pakistan og hefur fólk safnast saman …
Mikið uppnám ríkir í Pakistan og hefur fólk safnast saman úti á götum borga um allt landið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert