Bhutto lögð til hinstu hvílu

00:00
00:00

Benaz­ir Bhutto, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­ans, var lögð til hinstu hvílu í fjöl­skyldugraf­hýsi í þorp­inu Ghari Khuda Baksh í suður­hluta Pak­ist­ans í dag. Hundruð þúsunda manna eru við graf­hýsið. Græt­ur fólkið og hróp­ar slag­orð gegn Per­vez Mus­harraf, for­seta lands­ins, og öðrum póli­tísk­um and­stæðing­um Bhutto.

Stuðnings­menn Bhutto komu að graf­hýs­inu á drátt­ar­vél­um, rút­um og fólks­bíl­um og er bil­un­um lagt á mold­arflagi um­hverf­is graf­hýsið, sem er risa­stórt. Kista Bhuttos var flutt að graf­hýs­inu í hvít­um sjúkra­bíl og á leiðinni var ekið fram hjá járn­braut­ar­lest, sem kveikt var í kvöldið áður. Eld­ur logaði enn í lest­inni.

Zulfiq­ar Ali Bhutto, faðir Bhutto, sem tek­inn var af lífi árið 1979, hvíl­ir einnig í graf­hýs­inu. Þáver­andi rík­is­stjórn und­ir for­ustu Zia ul-Haq, hers­höfðingja, sakaði Bhutto um að hafa skipu­lagt morð á póli­tísk­um and­stæðingi. 

Mikið uppnám ríkir í Pakistan og hefur fólk safnast saman …
Mikið upp­nám rík­ir í Pak­ist­an og hef­ur fólk safn­ast sam­an úti á göt­um borga um allt landið. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert