„Kraumandi gremja“ vegna ofur-ríkidæmis

mbl.is

Framkvæmdastjóri bresku launþegasamtakanna TUC, Brendan Barber, varar við þeim samfélagslegu afleiðinum sem ofur-auðsöfnun á fárra hendur geti haft, og segir „gremju krauma“ meðal milljóna opinberra starfsmanna vegna launamála.

Í nýjársávarpi sínu fer Barber fram á víðtæka umræðu um ójafnrétti og finnur að því að í Bretlandi fari stækkandi hópur þeirra sem eiga „ríkidæmi upp úr öllu valdi“ og hafi slitnað úr tengslum við önnur stig samfélagsins.

Segir Barber ennfremur að sú gremja sem ríki meðal launafólks geti leitt til átaka við stjórnvöld.

Hinir ofur-ríku nýti sér margir hverjir skattaskjól sem geri að verkum að þeir leggi ekki sitt af mörkum til samfélagsins, og því þurfi aðrir, þ.á m. lítil og meðalstór fyrirtæki, að borga hlutfallslega meira.

Þetta þýð ennfremur að félagsleg þjónusta sé í fjársvelti og geti ekki náð settum markmiðum, eins og til dæmis að koma í veg fyrir að börn búi við fátækt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert