Þing Nepals samþykkir að afnema konungsveldið

Þing Nepals samþykkti í dag, að afnema konungsveldi landsins sem verið hefur við lýði um aldir. Er þetta gert í samræmi við friðarsamkomulag, sem stjórn landsins gerði við Maoista, og verður landið nú lýðveldi.

Áður en konungsveldið verður afnumið þurfa að fara fram kosningar til sérstaks stjórnlagaþings, sem á að halda um miðjan apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert