Breskir herflugmenn aðstoðuðu í gær flugmann Cessna einkaflugvélar, sem var að koma frá Íslandi en óttaðist að næði ekki til Skotlands vegna þess að eldsneytið var á þrotum. Hafði flugmaðurinn lent í miklum mótvindi og ókyrrð og því var bensíneyðslan mun meiri en áætlað var.
Tveir herflugmenn voru staddir á þessum slóðum, um 20 mílur norður af heerflugvelli og þeim tókst að reikna út heppilega flughæð og stefnu fyrir flugmanninn og leiðbeina honum til lendingar.