Vopnað rán í Danmörku

Vopnað rán var framið í Fredericia á Jótlandi í Danmörku í nótt og komust ræningjarnir undan með töluvert magn fjármuna samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ræningjarnir tveir voru grímuklæddir og vopnaðir skotvopnum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ræningjunum tókst að yfirbuga tvo kvenkynsstarfsmenn fyrirtækisins Dansk Værdihåndtering, sem m.a. sér um flutning fjármuna, og komast undan með ránsfenginn. Mennirnir töluðu ensku við starfsfólk Dansk Værdihåndtering en austur-evrópskt mál sín á milli.

Verið er að kanna hvort tengsl eru á milli ránsins í nótt og ráns sem framið var í Árósum fyrr í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert