Bin Laden boðar nýtt heilagt stríð

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. AP

Osama bin Laden, leiðtogi al Qa­eda sam­tak­anna, boðar nýtt heil­agt stríð og árás­ir gegn Ísra­el í hljóðupp­töku sem  birt var á net­inu í dag. 

„Við ætl­um okk­ur að frelsa Palestínu, alla Palestínu frá ánni til sjáv­ar," seg­ir hann og hót­ar „blóði fyr­ir blóð og eyðilegg­ingu fyr­ir eyðilegg­ingu.

Al­gengt er að bin Laden og aðrir leiðtog­ar al Qa­eda heiti því í yf­ir­lýs­ing­um sín­um að frelsa Palestínu en í þessi nýj­ustu yf­ir­lýs­ingu bin Ladens þykir hann mun harðorðari  og hvass­ari en hann á vanda til.

„Við mun­um ekki fall­ast á eitt ein­asta fet fyr­ir gyðing á landi Palestínu­menna eins og aðrir leiðtog­ar mús­líma hafa gert," seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert