Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda samtakanna varar súnníta í Írak við því í hljóðupptöku sem birt var í dag að styðja ættbálkahöfðingja sem berjast gegn samtökunum eða vinna með yfirvöldum í landinu. "Verstir allra svikara eru þeir sem svíkja trú sína fyrir veraldlega tilveru sína," segir hann.
Þá gagnrýnir hann sérstaklega Abdul-Sattar Abu Risha, leiðtoga Anbar vakningarráðsins sem berst gegn áhrifum al Qaeda í vesturhluta Íraks, en Risha lét lífið í sprengjutilræði í september.
Þá segir hann það vera heilaga skyldu múslíma a koma í veg fyrir þau áform bandarísks og íraskra yfirvalda að koma á stofn þjóðarstjórn Súnníta, Sjíta og Kúrda í Írak. Slík áform séu mesta hætta sem steðji að Írökum enda miði þau að því að koma í veg fyrir stofnun íslamsks ríkis í landinu.