Castro segir lífið hafa breytt sér

Fidel Castro
Fidel Castro AP

Fidel Castro Kúbu­leiðtogi hef­ur skrifað þingi lands­ins bréf þar sem hann seg­ist fram til þessa hafa verið ein­stak­ling­ur sem hafi haldið fast um valdataum­ana en að lífið hafi breytt af­stöðu hans. Þá hvet­ur hann þjóðina til að styðja bróður sinn Raul Castro, sem hann fól tíma­bundið völd í land­inu árið 2006. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

„Það er grund­vall­ar­skylda mín að ríg­halda ekki í völd­in og að standa ekki í vegi fyr­ir ungu fólki held­ur að miðla af reynslu minni og hug­mynda­fræði,” seg­ir hann m.a í bréf­inu.

Þetta er í annað sinn á skömm­um tíma sem Castro, sem er 81 árs, þykir gefa í skyn að hann hygg­ist láta af völd­um en hann hef­ur verið við völd frá ár­inu 1959.

Castro hef­ur ekki komið fram op­in­ber­lega frá því hann gekkst und­ir mikla aðgerð í melt­ing­ar­vegi árið 2006 en nokkr­ar grein­ar eft­ir hann hafa verið birt­ar op­in­ber­lega.

Þing­kosn­ing­ar fara fram á Kúbu þann 20. janú­ar. Þingið kýs síðan þjóðarráðið sem Castro hef­ur leitt frá ár­inu 1976.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert