Dómar Frakkanna ekki styttir

Sex Frakkar sem sendir voru til Frakklands frá Afríkuríkinu Tsjad í gær munu koma fyrir dómara í Frakklandi þann 14. janúar. Fólkið var  sakfellt fyrir það í Tsjad að reyna að smygla rúmlega hundrað börnum úr landinu og  dæmt til átta ára nauðungarvinnu.

 

Jean-Jacques Bosc saksóknari segir ekki standa til að rétta yfir fólkinu á nýja leik en að þar sem nauðungarvinna sé ekki stunduð í Frakklandi verði að aðlaga dómana að frönsku réttarkerfi. Þá segir hann framsal fólksins byggjast á viðurkenningu franskra stjórnvalda á þeim dómi sem það hafi hlotið í Tsjad og að þó að refsingunni verði breytt muni tímaákvæðin standa.

Fjölskyldur fólksins segja það í slæmu ásigkomulagi eftir tveggja mánaða fangelsisvist í Tsjad og að það muni berjast fyrir því að fá dómunum snúið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert