Eins árs gamall drengur lést af völdum áverka sem hann hlaut þegar Rottweiler-hundur réðst á hann á heimili ættingja hans í Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi.
Að sögn lögreglu réðst hundurinn, sem var gæludýr fjölskyldunnar, á drenginn þegar hann var úti í garði síðdegis í gær.
Drengurinn hlaut alvarlega áverka og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.
Hundurinn var aflífaður.
Í byrjun janúar á þessu ári lést 5 ára gömul stúlka í Bretlandi þegar bolabítur réðist á hana á heimili ömmu hennar. Frændi hennar, og eigandi hundsins, var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa átt hund sem er bannaður í landinu.