Árlegri flugeldasýningu aflýst í Brussel

AP

Hefðbundinni flugeldasýningu um áramót hefur verið aflýst í Brussel í Belgíu vegna vísbendinga sem öryggismálayfirvöld í borginni telja sig hafa um að hryðjuverkaárásir séu í undirbúningi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Viðbúnaðarstig var hækkað í borginni eftir að fjórtán voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um að frelsa dæmdan hryðjuverkamann úr fangelsi fyrir tveimur vikum og hefur það enn ekki verið lækkað á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert