Árlegri flugeldasýningu aflýst í Brussel

AP

Hefðbund­inni flug­elda­sýn­ingu um ára­mót hef­ur verið af­lýst í Brus­sel í Belg­íu vegna vís­bend­inga sem ör­ygg­is­mála­yf­ir­völd í borg­inni telja sig hafa um að hryðju­verka­árás­ir séu í und­ir­bún­ingi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Viðbúnaðarstig var hækkað í borg­inni eft­ir að fjór­tán voru hand­tekn­ir vegna gruns um að þeir hefðu lagt á ráðin um að frelsa dæmd­an hryðju­verka­mann úr fang­elsi fyr­ir tveim­ur vik­um og hef­ur það enn ekki verið lækkað á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka