Mjög hefur dregið úr mannfalli í átökum Ísraela og Palestínumanna á árinu sem er að líða samkvæmt upplýsingum ísraelsku mannréttindasamtakanna B'Tselem. 373 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna það sem af er þessu ári. Er það minnsta mannfall meðal Palestínumanna frá því síðari uppreisn þeirra braust út árið 2000 og 45% fækkun frá síðasta ári.
131 þeirra Palestínumanna sem létu lífið í aðgerðum Ísraela á árinu tóku ekki þátt í vopnuðum átökum er þeir féllu. Hluti þessa hóp var þó eftirlýstur fyrir ofbeldisverk.
4.500 Palestínumenn og 1.100 Ísraelar hafa látið lífið í árásum og átökum þjóðanna frá því í september árið 2000.