Frakkar rjúfa stjórnmálasamband við Sýrlendinga

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í dag.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í dag. AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti greindi frá því í dag að hann hefði gefið fyrirmæli um að stjórnamálasamband Frakklands og Sýrlands verði rofið uns hann hafi fengið staðfestingu á því að yfirvöld í Sýrlandi vilji stuðla að því að sátt náist um kjör nýs forseta í Líbanon. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Sarkozy sagði eftir fund sinn með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í dag að hann iðrist ekki fyrri samskipta sinna við Bashar Assad Sýrlandsforseta en að nú sé kominn tími til að Sýrlendingar sýni hug sinn í verki fremur en orðum.

„Við getum ekki beðið lengur. Sýrlendingar verða að hætta að tala og sýna okkur fram á hlutina,” sagði hann. „Ég og undirmenn mínir, munum ekki eiga frekari samskipti við Sýrlendinga fyrr en við höfum séð sönnun þess að Sýrlendingar leyfi Líbönum að ná samstöðu um kjör forseta.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert