Mælt með fóstureyðingum í Egyptalandi

Al-Azh­ar, æðsta hug­mynda­fræðistofn­un súnníta í Egyptalandi, lýsti því yfir dag að kon­um sem verði barns­haf­andi við nauðgun veri að gang­ast und­ir fóst­ur­eyðingu til að varðveita stöðug­leika sam­fé­lags­ins. Kona sem hef­ur verið nauðgað verður að binda enda á meðgöngu um leið og hún upp­götv­ar að hún er barns­haf­andi, að því gefnu að lækn­ir sem hún treyst­ir veiti samþykki sitt fyr­ir aðgerðinni,” seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sjálf­stæðra kven­rétt­inda­sam­taka í land­inu er tveim­ur kon­um nauðgað þar á hverj­um klukku­tíma. Er þessi há tíðni nauðgana m.a rak­in til at­vinnu­leys­is, mik­ils kostnaðar við gift­ing­ar og þess að kyn­líf fyr­ir hjóna­band er ekki samþykkt í egypsku sam­fé­lagi.

 Sam­kvæmt egypsk­um lög­um eru fóst­ur­eyðing­ar ein­ung­is lög­leg­ar séu þær nauðsyn­leg­ar vegna heilsu móður eða fóst­urs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert