Yfirvöld í Egyptalandi hafa flutt rúmlega þúsund Palestínumenn frá Gasasvæðinu í flóttamannabúðir á Sínaí-skaga en fólkið kemst ekki til sína heima þar sem ekki hefur náðst samstaða um það meðal Egypta, Ísraela og Hamas-samtakanna sem ráða Gasasvæðnu, um hvaða landamærastöð það á að fara. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Fólkið sem er að koma úr pílagrímsferð til Mekka í Sádi Arabíu hefur neitað að verða við kröfum Ísraela og Egypta um að það fari um Kerem Shalom landamærastöðina sem Ísraelar stjórna. Segja Hamas-samtökin Ísraela ætla að nota tækifærið til að handtaka liðsmenn samtakanna sem eru í hópnum.3.060 Palestínumenn bíða þess nú að komast heim frá Egyptalandi en fólkið kom með tveimur ferjum til bæjarins Nuweiba er í um 25 km fjarlægð frá Rafah-landamærastöðinni. Krefst fólkið þess að fá að fara þar í gegn.