Sonur og eiginmaður Bhutto taka við

Bilawal Bhutto, sonur Benazir Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistans, og faðir …
Bilawal Bhutto, sonur Benazir Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistans, og faðir hans Asif Ali Zardari. AP

Pakistanski Þjóðarflokkurinn (PPP) valdi í dag  til að leiða flokkinn í kjölfar morðsins á Bhutto á fimmtudag. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Bilawal, sem er á fyrsta ári í laganámi í Oxford, var falið að leiða flokkinn ásamt föður sínum á fundi forsvarsmanna hans í dag en áður hafði hann lesið upp erfðaskrá móður sinnar á fundinum. Talið hafði verið ólíklegt að hann yrði valinn til forystu vegna þess hversu ungur hann er.  

Á fundinum var einnig ákveðið að stofna nefnd til að vinna að því að afla stuðnings við það innan Sameinuðu þjóðanna að óháð rannsókn fari fram á morðinu á Bhutto. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert