Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, undirritaði lög í dag sem heimila ríkjum Bandaríkjanna að draga sig úr fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Súdan vegna ofbeldisöldunnar í Darfur-héraði.
Samkvæmt lögunum geta ríkisstjórar og sýslumenn komið í veg fyrir fjárfestingar hins opinbera í fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Súdan, meðal annars í olíugeiranum, orkuframleiðslu, námavinnslu og hergögnum.
Sagði Bush í yfirlýsingu að hann taki undir áhyggjur Bandaríkjaþings vegna ofbeldisins í Darfur og að ekkert virðist draga úr því. Hundruð þúsunda hafa verið myrt í Darfur og milljónir hafa flúið heimili sín á þeim fjórum árum sem borgarastríð hefur geisað í héraðinu.