Nýtt ár gengið í garð í Sydney

Meira en milljón manns tóku þátt í nýársfagnaði við höfnina í Sydney í Ástralíu en þar gekk árið 2008 í garð klukkan eitt að íslenskum tíma. Skipuleggendur hátíðarinnar stóðu fyrir listrænni flugeldasýningu í sambland við tónlist af ýmsum toga.

Þar var boðið upp á danstónlist, diskó, rokk og jafnvel jóðl með flugeldasýningunni sem mun hafa verið hin glæsilegasta.

Stjórnandi flugeldasýningarinnar sagði að höfnin með sínu fræga óperuhúsi væri eins og risavaxið hringleikahús sem væri vel til þess fallið að halda eina af stærstu flugeldasýningu í heimi með um 100 þúsund mismundandi flugeldum.
Áramótin gengu í garð með mikilli flugeldasýningu í Sydney.
Áramótin gengu í garð með mikilli flugeldasýningu í Sydney. Reuters
Flugeldasýning í Sydney.
Flugeldasýning í Sydney. Reuters
Indverskur maður með skreytingu við hæfi.
Indverskur maður með skreytingu við hæfi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert