Nýtt ár gengið í garð í Sydney

Meira en milljón manns tóku þátt í nýársfagnaði við höfnina í Sydney í Ástralíu en þar gekk árið 2008 í garð klukkan eitt að íslenskum tíma. Skipuleggendur hátíðarinnar stóðu fyrir listrænni flugeldasýningu í sambland við tónlist af ýmsum toga.

Þar var boðið upp á danstónlist, diskó, rokk og jafnvel jóðl með flugeldasýningunni sem mun hafa verið hin glæsilegasta.

Áramótin gengu í garð með mikilli flugeldasýningu í Sydney.
Áramótin gengu í garð með mikilli flugeldasýningu í Sydney. Reuters
Flugeldasýning í Sydney.
Flugeldasýning í Sydney. Reuters
Indverskur maður með skreytingu við hæfi.
Indverskur maður með skreytingu við hæfi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka