Sjálfsvígstilræðismaður ók vörubíl með sprengiefni inn í varðstöð 30 kílómetrum norðan við Bagdad í morgun. Tólf létust í tilræðinu. Voru það bæði lögreglumenn og sjálfboðaliðar og þriggja er saknað.
Sjálfboðaliðarnir sem manna vaktstöðvar sem þessar eru flestir Súnnítar sem hafa snúist gegn al-Qaeda og samkvæmt fréttaskýrendum AP fréttastofunnar er þeim þakkað að tekist hefur að minnka ofbeldi í landinu til muna síðan í sumar.