Drukkinn ökumaður kostaði fimm lífið

Fimm létust, þar af fjögur börn, í umferðarslysi í Ohio á sunnudagskvöldið eftir að drukkinn ökumaður ók á skutbifreið á hraðbrautinni við Toledo. Allir hinir látnu eru úr sömu fjölskyldu en fjölskyldan var á heimleið eftir hátíðarnar.

Segir lögregla að aðkoman að slysinu hafi verið skelfileg en ökumaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var dauðadrukkinn og hafði ekið á fleiri bifreiðar áður en hann keyrði á bifreið fjölskyldunnar. Þrír voru fluttur á sjúkrahús eftir slysið auk ökumannsins sem olli slysinu.


Börnin sem létust voru á aldrinum frá tveggja mánaða til tíu ára. Tvö hinna slösuðu eru mjög alvarlega slösuð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert