19 ára norskur piltur lést eftir nýársdansleik

Nítján ára gamall norskur piltur fannst í gær látinn í sjónum skammt frá Bodø í Norður-Noregi en piltsins var saknað eftir að hann var á nýársdansleik í  bænum.

Fram kemur á fréttavef Aftenposten, að pilturinn hefði hringt í móður sína skömmu eftir miðnættið á nýársnótt, sagst vera villtur og að sér væri kalt. Síðan slitnaði sambandið. Leit að piltinum hófst um nóttina og daginn eftir fannst farsími hans og skór við sjóinn. Lík piltsins fannst síðan í gær í sjónum við Bremnesskaga.

Pilturinn hét Simen Bendiksen og var frá Bodø.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert