Borðaði hass í sandkassa

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Sextán mánaða stúlka var færð á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að hún borðaði hassmola sem hún fann í sandkassa í almenningsgarði á Norðurbrú.

Sagt er frá þessu á vefsíðu Berlingske Tidende og er haft eftir lögreglu að sala á fíkniefnum sé stunduð á svæðinu og að eiturlyfjasalar feli oft eitrið í nágrenninu til að nást ekki.

Þegar móðir stúlkunnar sá að dóttirin tuggði eitthvað hafði hassið þegar molnað að einhverju leyti. Skömmu síðar veiktist stúlkan og var hún þá flutt á sjúkrahús. Hún er ekki talin í neinni hættu vegna atviksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert