Ísraelar gera loftárásir í Gasaborg

Ísraelsk herflugvél gerði i dag loftárás á tvo staði í Gasaborg, þar á meðal á heimili Palestínumanns úr röðum Hamas, sem drepinn var í síðustu viku. Ekki er vitað um meiðsl á fólki.

Talsmenn Hamas hreyfingarinnar segja að Mohammed Dadouh, sérfræðingur í eldflaugagerð, sem Ísraelar drápu í síðustu viku, hafi búið í húsinu, sem er við hlið þjálfunarbúða Hamas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert