Ný rannsókn, sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins Nature, bendir til þess að hröð hlýnun á norðurheimskauti eigi sér að miklu leyti náttúrulegar skýringar.
Í rannsóknninni segir að náttúruleg aukning hafi átt sér stað á orku í andrúmslofti sem berst frá suðri til norðurs. Hins vegar segja vísindamennirnir að sú aukning ein og sér skýri ekki þá miklu hlýnun sem átt hefur sér stað á norðurslóðum.
Rune Gravesen, visindamaður við háskólann í Stokkhólmi og annar höfundur rannsóknarinnar segir að orkuaukningin skýri betur bráðnun íss en kenningar um gróðurhúsaáhrif, niðurstaðan sé hins vegar ekki í ósamræmi við niðurstöður annarra vísindamanna sem segja loftslagshlýnun af mannavöldum.
Vísindamennirnir segja að saman leggist hlýnunin og orkuaukningin á eitt um að valda meiri hlýnun en tölvulíkön hafa spáð en vísindamenn hafa um skeið reynt að komast að því hvað veldur því.