Bush bjartsýnn á friðarsamkomulag

AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segir í viðtali sem birt er í ísraelska dagblaðinu Yediot Ahronot, að hann sé bjartsýnn á að Ísraelar og Palestínumenn geti komist að friðarsamkomulagi áður en hann lætur af störfum eftir ár.

Bush kemur til Ísraels í næstu viku og segist ætla að nýta tíma sinn í Miðausturlöndum til að efla andstöðu á svæðinu við kjarnorkuáætlun Írana.

Ísraelar og Palestínumenn samþykktu á fundi um málefni Miðausturlanda í Bandaríkjunum í nóvember að hefja að nýju friðarviðræður. Bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu, segjast vona að samkomulagi verði náð fyrir lok þessa árs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert