Eldflaugavarnarkerfi á farþegaþotur

Tilraunir eru hafnar með háþróað eldflaugavarnarkerfi á farþegaþotur.
Tilraunir eru hafnar með háþróað eldflaugavarnarkerfi á farþegaþotur. Reuters

Bandaríska flugfélagið American Airlines mun taka þátt í tilraunum með elflaugavarnarkerfi á almennum farþegaþotum. Þrjár Boeing 767-200 þotur sem fljúga á milli New York, San Francisco og Los Angeles munu fá búnað og gerðar verða tilraunir með hann með vorinu.

Búnaðurinn er settur neðan á búk vélarinnar og nemur hann hita sem aðvífandi eldflaugar gefa frá sér og til að verjast slíkum árásum sendir búnaðurinn frá sér leisigeysla sem ruglar flugkerfi flaugarinnar svo hún missi marks.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert