Leynileg gögn gleymdust á bókasafni

Minnislykill með leynilegum skjölum var skilinn eftir á bókasafni.
Minnislykill með leynilegum skjölum var skilinn eftir á bókasafni. mbl.is/Golli

Starfsmaður leyniþjónustu sænska hersins MUST (militära underrättelse- och säkerhetstjänsten) skildi USB minnislykil eftir í tölvu á almennu bókasafni. Á minnislyklinum var að finna skjöl með leynilegum upplýsingum sem snertu bæði varnarmál Svíþjóðar og annarra ríkja.

Talsmenn sænska hersins hafa sagt í samtölum við sænska fjölmiðla og alþjóðlegar fréttastofur að málið sé ákaflega viðkvæmt og skaði trúverðugleika MUST meðal annarra þjóða og að óskiljanlegt sé að starfsmaðurinn hafi fundið sig knúinn til að notað þessi gögn í almennri tölvu.

Sá sem fann minnislykilinn fyrir nokkrum vikum síðan fór með hann til dagblaðsins Aftenposten og gátu blaðamenn þar skoðað gögnin. Þar kemur fram að skjölin hafi meðal annars fjallað um dauða tveggja sænskra hermanna í Afganistan.

Þar var einnig að finna upplýsingar um hvernig hægt sé að þekkja sjálfsvígsárásarmenn og hvernig sprengjur þeirra líta út.

Hvernig slíkar sprengjur eru settar saman og aðrar yfirgripsmiklar upplýsingar sem herinn segi að séu ekki leynilegar en geti komið sér illa fyrir hermenn í Afganistan komist þær í rangar hendur.

Einnig var þarna skýrsla um starfsemi Isaf herliðs Nato í Afganistan og var það stimplað „restricted" sem er lægsta stig af leynilegum skýrslum.

Herinn hefur farið fram á að þurrka öll gögn af harða diski blaðamannsins sem yfirfærði gögnin af minnislyklinum á tölvu sína til að fullvissa sig um að gögnunum hafi verið eytt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert