Þúsundir Breta veikjast af ælupest

Mörgum sjúkrahúsdeildum hefur verið lokað í Bretlandi til að koma …
Mörgum sjúkrahúsdeildum hefur verið lokað í Bretlandi til að koma í veg fyrir að magapestarvírus dreifist. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þúsundir manna í Bretlandi hafa veikst af stærsta ælupestarfaraldri sem hefur herjað á íbúa landsins í fimm ár.

Læknar áætla að hundruð þúsundir manna geti veikst af vírusnum á næstu dögum. Heilmikið af sjúkrahúsdeildum í landinu hefur verið lokað til þess að koma í veg fyrir að vírusinn breiðist út.

Veiran sem kallast norovirus er algengasta magapest sem herjar á Breta og kemur hún yfirleitt upp á vetrarmánuðum.

Veiran er bráðsmitandi og dreifist auðveldlega á milli manna gegnum mengað yfirborð eða þegar fólk deilir menguðum mat eða vatni.

Einkenni eru ógleði, uppköst, hiti, og beinverkir.

Áætlað er að um 600,000 til 1 milljón manna fái magapestina á ári hverju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka