Hjálparsveitir og sjóher leita nú úr lofti og á láði í grennd við Los Roques eyjar í Karíbahafi eftir flaki flugvélar sem hvarf fyrir utan ströndum Venesúela í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir og einn Svisslendingur ásamt fimm manns frá Venesúela.
Flugstjórinn sendi út neyðarkall og tilkynnti vélarbilun í tveggja hreyfla vélinni skömmu áður en hún hvarf af ratsjám flugturnsins á Los Roques eyjum.
Fjórar þyrlur tóku upp leitina á nýjan leik í birtingu í morgun og sjóherinn sendi freigátu og tvo eftirlitsbáta og einkabátar hafa einnig tekið þátt í leitinni en talið líklegt að flak flugvélarinnar gæti hafa rekið langt frá þeim stað sem hún fór niður á.