Óverður geisar í Kaliforníu

Óveðrið sem hefur geisað með hvassviðri og miklum rigningum í Kaliforníu í dag hefur orðið til þess að mikið hefur snjóað í Sierra Nevada fjallgarðinum og hafa þúsundir manna sem búa á svæðum þar sem hætta er á aurskriðum þurft að flýja heimili sín.

Um 112 sentímetrar af jafnföllnum snjó mældust sumstaðar í Sierra Nevada í dag og er hraðbrautin milli Nevada og Norður Kaliforníu lokaður og reiknað er með að snjórinn geti farið upp í 3 metra á hæstu svæðum fjallgarðsins.

Tæplega hálf milljón viðskiptavina orkufyrirtækja hafa verið án rafmagns í Mið-Kaliforníu og á svæðum í Oregon og Washington. Flug hefur verið stopult og lá það niðri í San Francisco í gær, bílar hafa oltið og tré fokið um koll í miklum vindhviðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert