Yfirvöld í þjóðgarðinum í Vatnahéruðunum í Bretlandi vara við snjóflóðahættu í þriðja hæsta fjalli Bretlandseyja, Helvellyn og er útivistarfólk beðið um að halda sig frá fjallinu. Bæði er hætta á snjóflóði og svo eru aðstæður hættulegar.
Helvellyn er 950 metra hátt en þar skefur mikið núna og segja stjórnendur þjóðgarðsins að víða sé að finna hættulegar snjódyngjur sem líklegt sé að losni við þessar aðstæður. Veður er vont og veldur hár vindstuðull því að hitinn fer niður í –15,9 gráður á Celsíus.