Hjálparstarf hafið í Kenýa

Bílalest með matvælum er á leiðinni frá hafnarborginni Mombasa í Kenýa á leið til Nairobi og á svæði þar sem marga heimilislausa flótta menn er að finna eftir átökin undanfarna viku. Matvælaflutningar hafa legið niðri í landinu síðan að óeirðir brutust út í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði.

Samkvæmt fréttavef BBC hafa 350 manns látist í átökunum en Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 250 þúsund manns hafi misst heimili sín og sofi í almenningsgörðum, á lögreglustöðum eða í kirkjum.


Matvæli eru á leiðinni til flóttamanna í Kenýa.
Matvæli eru á leiðinni til flóttamanna í Kenýa. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert