Utanríkisráðuneyti Rússlands sagði að ábeking kosningaeftirlitsmanna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu á því að forsetakosningarnar í Georgíu hefðu farið lýðræðislega fram væri yfirborðsleg. En allt útlit er fyrir að forseti Georgíu, Mikheil Saakashvili sem er hallari undir vestræn ríki en Rússland beri sigur úr bítum.
„Það mat sem vestrænir eftirlitsmenn gerðu og niðurstaða þess sem bandaríski þingmaðurinn, Alcee Hastings lét frá sér fara um að kosningarnar væru sigur fyrir lýðræðið í Georgíu er ótímabært og virðist í það minnsta vera yfirborðslegt,” segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.