Í dag hefst skömmtun á rafmagni á Gazasvæðinu þar sem yfirvöld í Ísrael hafa dregið úr eldsneytissendingum með það fyrir augum að þrýsta á leiðtoga Hamas að láta af nánast daglegum eldflaugaárásum á Ísrael sem herskáir Hamasliðar standa fyrir.
Á Gaza er einungis eitt orkuver sem framleiðir rafmagn og undanfarinn mánuð hafa Ísraelar dregið svo mjög úr eldsneytissendingum að orkuverið getur einungis framleitt um 35% af þeirri orku sem íbúar svæðisins þurfa. Um 1,5 milljón manna búa á Gaza.