Átök í Napólí

Átök hafa ítrekað brotist út á milli lögreglu og mótmælenda sem mótmæla ástandi sorphirðumála í Napólí á Ítalíu í dag. Her landsins var kallaður út á götur borgarinnar í morgun til að fjarlægja rusl og Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, hefur boðað ríkisstjórn sína til neyðarfundar um málið í dag. 

Átökin brutust út í Pozzuoli,  vestur af borginni, í dag en hugmyndir eru nú uppi um að opna Pianura-ruslahaugana í nágrenni hverfisins sem lokað var fyrir ellefu árum af heilbrigðisástæðum.

Mikið vandræðaástand ríkir í sorphirðumálum Napólí þar sem ruslahaugar borgarinnar eru yfirfullir og sorpeyðingarstöð sem er í byggingu verður ekki tilbúin til notkunar fyrr en eftir nokkur ár. 

Götumynd frá Napólí þar sem rusl safnast nú upp á …
Götumynd frá Napólí þar sem rusl safnast nú upp á götunum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert