„Bhutto bar fulla ábyrgð"

Benazir Bhutto sést hér á fjöldafundi í Pakistan daginn áður …
Benazir Bhutto sést hér á fjöldafundi í Pakistan daginn áður en hún lést. AP

Per­vez Mus­harraf, for­seti Pak­ist­ans, hef­ur ít­rekað fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um að Benaz­ir Bhutto, fyrr­um for­sæt­is­rá­herra lands­ins hafi sjálf borið ábyrgð á því að hún var ráðin af dög­um í lok síðasta mánaðar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

„Ég tel að henni sé einni um að kenna fyr­ir að hafa staðið upp í bíln­um. Henni og eng­um öðrum. Ábyrgðin er al­farið henn­ar,”seg­ir for­set­inn í viðtali sem sýnt var á CBS- sjón­varps­stöðinni í Banda­ríkj­un­um í gær. „Hefði hún ekki komið út úr bíln­um, sem var verndaður og bryn­var­inn gæti hugs­ast að við sæj­um bros­andi and­lit henn­ar aft­ur í dag. 

Mus­harraf var einnig spurður að því í viðtal­inu hvort hugs­an­legt væri að Bhutto hefði orðið fyr­ir skoti og svaraði hann því: „Já al­ger­lega, já mögu­lega,” en yf­ir­völd í Pak­ist­an héldi því fram á tíma­bili að Bhutto hefði lát­ist vegna höfuðhöggs sem hún hlaut er hún rak höfuð sitt í sveif á bíln­um sem hún var í.Yf­ir­völ í land­inu segja nú óljóst hvað olli dauða Bhutto í borg­inni Rawalp­indi þann 27. des­em­ber en spreng­ing varð skammt frá bíl henn­ar auk þess sem mynd­ir sýna að skot­vopn­um var beint í átt­ina að henni skömmu fyr­ir spreng­ing­una.

Mus­harraf vís­ar því al­farið á bug í viðtal­inu að yf­ir­völd hafi ekki gert nóg til að tryggja ör­yggi Bhutto. Hún hafi notið meiri ör­ygg­is­gæslu en nokk­ur ann­ar ein­stak­ling­ur í land­inu og það megi m.a sjá á því að hún hafi áður sloppið ómeidd frá mann­skæðu sprengju­til­ræði

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert