Bretar munu þéna meira en Bandaríkjamenn

Tekið er fram að kaupmáttur í Bandaríkjunum er meiri heldur …
Tekið er fram að kaupmáttur í Bandaríkjunum er meiri heldur en í Bretlandi, þar sem vörur og þjónusta eru ódýrari. mbl.is

Í ár munu breskir meðaljónar þéna meira heldur en þeir bandarísku, og er þetta í fyrsta sinn frá því á 19. öld sem þetta gerist. Sérfræðingar hjá Oxford Economics segja að verg þjóðarframleiðsla í Bretlandi verði meiri í Bretlandi heldur en í Bandaríkjunum, þ.e. miðað við höfðatölu.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að þjóðarframleiðsla á mann í Bretlandi muni nema um 23.500 pundum (um 2,9 milljónir kr.) í ár. Það er um 250 pundum meira (30.610 kr.) en í Bandaríkjunum.

Það er hins vegar tekið fram að þar sem vörur og þjónusta séu ódýrari í Bandaríkjunum þá sé kaupmáttur Bandaríkjamanna meiri.

Samkvæmt útreikningum Oxford Economics mun þjóðarframleiðsla á mann í Bretlandi vera meiri heldur en í Þýskalandi og í Frakklandi, en þar mælist þjóðarframleiðslan á mann vera um 2,6 milljónir kr.

Framkvæmdastjóri Oxford Economics bendir á að breska hagkerfið hafi styrkt stoðir sína á sl. 15 árum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert