Hillary Clinton beygði af og rödd hennar brast er tilfinningarnar báru hana ofurliði er hún ræddi við óákveðna kjósendur í kaffispjalli í New Hampshire í dag. Hún var spurð að því hvernig hún kæmist í gegnum daginn og hún svaraði því til að það væri ekki auðvelt. „Ég gæti þetta ekki ef ég hefði ekki ástríðufulla trú á að þetta sé hið eina rétta,” sagði Clinton.
„Ég hef fengið svo mörg tækifæri í þessu landi, ég vil ekki að við leggjum árar í bát,” sagði Clinton og rödd hennar breyttist í hvísl.
„Þetta er mér ákaflega persónulegt mál... ekki bara pólitískt... Ég sé hvað er að gerast. Sumt fólk telur að kosningabaráttan sé leikur,” sagði hún skjálfandi röddu.