Ekki leitað að bin Laden

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters

Per­vez Mus­harraf, for­seti Pak­ist­ans, seg­ir að ekki sé leitað sér­stak­lega að Osama bin laden, leiðtoga al Qa­eda sam­tak­anna í land­inu.

„Það eru alls eng­ar sann­an­ir fyr­ir því að hann sé hér. Við erum ekki að leita að hon­um sér­stak­lega en við erum að vinna gegn al Qa­eda og her­ská­um tali­bön­um. Þetta teng­ist aug­ljós­lega þannig að kannski erum við bara að leita að hon­um,” sagði for­set­inn í viðtali sem sýnt var á CBS- sjón­varps­stöðinni í Banda­ríkj­un­um í gær. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Mahmud Ali Durrani, sendi­herra Pak­ist­ans í Banda­ríkj­un­um seg­ir um­mæli hans vera til marks um það að það sé mark­mið pak­ist­anska hers­ins að eyða al Qa­eda og talibana­hreyf­ing­unni í heild sinni en ekki bara ein­um ein­stak­lingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert