Fékk fingur í pósti

Dómsmálaráðherra Frakklands Rachida Dati fékk óhuggulega póstsendingu.
Dómsmálaráðherra Frakklands Rachida Dati fékk óhuggulega póstsendingu. Reuters

Dómsmálaráðherra Frakklands, Rachida Dati fékk afskorinn fingur af manni sendan í pósti síðast liðinn föstudag. Í tilkynningu sem talsmaður ráðuneytisins las upp í dag vill ráðherrann komast til botns í málinu og hefur beðið leyniþjónustu landsins að grafast fyrir um málið.

Fingrinum fylgdi bréf sem var stílað á Dati en frá innihaldi þess var ekki skýrt á blaðamannafundinum. Það voru ritarar ráðherrans sem opnuðu pakkann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert