Dómsmálaráðherra Frakklands, Rachida Dati fékk afskorinn fingur af manni sendan í pósti síðast liðinn föstudag. Í tilkynningu sem talsmaður ráðuneytisins las upp í dag vill ráðherrann komast til botns í málinu og hefur beðið leyniþjónustu landsins að grafast fyrir um málið.
Fingrinum fylgdi bréf sem var stílað á Dati en frá innihaldi þess var ekki skýrt á blaðamannafundinum. Það voru ritarar ráðherrans sem opnuðu pakkann.
Talsmaðurinn gat ekki staðfesta þær fregnir sem dagblaðið Ouest France flutti af atburðinum en þar kom fram að eigandi fingursins væri 57 ára gamall maður sem hefði átt hárgreiðslustofu í vesturhluta Frakklands en ætti nú við ýmis vandamál tengd gjaldþrotinu.