Kafað eftir krossi á jólum

Sam­kvæmt júlí­anska tíma­tal­inu, sem grísk-kaþólska rétt­trúnaðar­kirkj­an miðar við, var jólanótt í nótt, aðfaranótt 7. janú­ar. Ein elsta helgi­at­höfn sem teng­ist grísk-kaþólsk­um jól­um í suðaust­ur­hluta Evr­ópu er að prest­ur varp­ar vígðum krossi í vatn og fólk sting­ur sér í vatnið og leit­ar að kross­in­um.

Í gær fór þessi at­höfn m.a. fram í tyrk­nesku borg­inni Ist­an­b­ul við Bosporussund.

Nokk­ur hundruð píla­grím­ar komu sam­an á Fæðing­ar­torg­inu í Bet­lehem í gær til að minn­ast fæðing­ar frels­ar­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert