Kafað eftir krossi á jólum

Samkvæmt júlíanska tímatalinu, sem grísk-kaþólska rétttrúnaðarkirkjan miðar við, var jólanótt í nótt, aðfaranótt 7. janúar. Ein elsta helgiathöfn sem tengist grísk-kaþólskum jólum í suðausturhluta Evrópu er að prestur varpar vígðum krossi í vatn og fólk stingur sér í vatnið og leitar að krossinum.

Í gær fór þessi athöfn m.a. fram í tyrknesku borginni Istanbul við Bosporussund.

Nokkur hundruð pílagrímar komu saman á Fæðingartorginu í Betlehem í gær til að minnast fæðingar frelsarans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert