Um áramótin hóf danska vinnueftirlitið að gera skyndikannanir og sekta þá sem brutu reykingalöggjöfina sem hefur verið í gildi undanfarið ár en fram til þessa hefur viðurlögum ekki verið beitt. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni voru reykingamenn sektaðir á fjórða hverjum stað sem eftirlitið heimsótti.
Í Berlingske Tidende kemur fram að á þremur dögum voru 43 menn sektaðir fyrir að brjóta reykingalögin og telur danska vinnueftirlitið að það hafi heimsótt um 200 staði á þessum tíma sem þýðri að í næstum því fjórðu hverri eftirlitsferð hafi komist upp um brotlega reykingamenn.