Um áramótin hóf danska vinnueftirlitið að gera skyndikannanir og sekta þá sem brutu reykingalöggjöfina sem hefur verið í gildi undanfarið ár en fram til þessa hefur viðurlögum ekki verið beitt. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni voru reykingamenn sektaðir á fjórða hverjum stað sem eftirlitið heimsótti.