Orrustuþotur rákust saman

Vélarnar voru gerðar út frá flugmóðurskipi í Persaflóa.
Vélarnar voru gerðar út frá flugmóðurskipi í Persaflóa. Reuters

Tvær orrustuþotur bandaríska sjóhersins rákust saman og brotlentu í Persaflóa í dag. Flugmennirnir björguðust er þeim tókst að skjóta sér út úr vélunum í tæka tíð. Tveir flugmenn voru í annarri véllinni en einn í hinni og eru þeir komnir um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman og eru við góða heilsu.

Vélarnar þeirra voru af gerðinni F/A-18 Super Hornets og höfðu bækistöð á flugmóðurskipinu og voru við aðgerðir í Írak.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert