Segir Ísraela ógna friðarferlinu

Ísraelskur hermaður sést hér leiða palestínskan fanga sem herinn handsamaði …
Ísraelskur hermaður sést hér leiða palestínskan fanga sem herinn handsamaði í aðgerðum sínum á suðurhluta Gaza í gær. AP

Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, hefur sakað Ísraela um að herða árásir sínar gegn Palestínumönnum fyrir heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til svæðisins. Þá hefur hann varað við því að hið nýja friðarferli Ísraela og Palestínumanna muni ekki bera árangur nema Ísraelar hætti á´rásum á Palestínumenn og uppbyggingu landnemabyggða sinna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hótaði fyrir nokkrum dögum hertum árásum gegn herskáum Palestínumönnum á Gasasvæðinu í kjölfar þess að flugskeyti þaðan hafnaði lengra inn í Ísrael en áður hefur gerst. Flugskeytið hafnaði á borginni Ashkelon, sem er í um 15 km fjarlægð frá Gasasvæðinu.

Þá féllu fjórir Palestínumenn í aðgerðum Ísraelshers á Gasasvæðinu í gær, þar af tveir óbreyttir borgarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert